Guð talar inn í aðstæður þjóðarinnar

Móðir mín dró mannakorn heima hjá mér í dag með spurninguna hvað vill Guð segja við okkur varðandi þjóðfélagsmálin í dag:

 6Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó gleymir Guð engum þeirra. 7Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Óttist ekki, þér eruð meira verðir en margir spörvar Lúkas 12: 6 - 7

Guð mun ekki yfirgefa okkur - trestum á hann hann mun vel fyrir sjá.

Ég finn fullkominn frið, trú og  traust á að Guð muni sjá um sína.

Með Kveðju Sirrý  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Ég heyri að þú hefur ekki gefist upp gagnvart Guði. Þegarar þú hefur gert það þá gerast undur og stórmerki.

1.spor við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart okkur sjálfum og það var okkur um megn að stjórna eign lífi. ÞETTA ER UPPGJÖFIN - ÞÚ GETUR EKKI OG MUNT EKKI VERA FÆR UM AÐ VITA HVAÐ GUÐ VILL MEÐ ÞITT LÍF. ÖLL VEIKINDI OKKAR ERU SPROTTIN UPP FRÁ ÞVÍ AÐ VIÐ ERUM AÐ STJÓRNA OG STÝRA OG HLEYPUM HONUM EKKI AÐ. VERÐI HANS VILJI EKKI ÞINN. 

Þegar þú hefur falið honum valdin í algerri uppgjöf þá mun hann raða saman púslinu - það er stundum vont að þurfa að skoða sinn þátt í ástandinu og hvað við erum veik en hann einn veit í hvaða röð hann ætlar að leysa okkur. Guð getur leyst ef við leyfum honum. Þetta fer allt saman vel - verði hans vilji. Ég hef oft glímt við það að reyna að stýra mínu lífi í þá átt sem ég held að hann ætli að fara með mig en alltaf þarf ég að gefast upp og lúta hans handleiðslu.

Þessa leið getur þú lært og upplifað í 12 sporunum, og skoðað sjálfan þig  heiðarlega  og í auðmýkt.

Guð mun reysa þig upp - efþú vilt það.

Hvað viltu gera?

Í öðru sporinu skoðar þú hver þinn æðri máttur er og hversu megnugur hann er og nærð sáttum við hann. 

Í þriðja sporinu tekur þú ákvörðun um að lúta handleiðslu hans samkvæmt skilningi þínum á honum.

Það er samt ekki nóg því að við erum full af brestum sem eru þess valdandi að við höfum ekki getað lotið handleiðslu hans ) við erum fyrir honum og þessvegna erum við svona ílla stödd. 

Þessvegna höfum við 4 sporið. Ef við viljum gefast honum á vald og erum tilbúinn þrfum við að persónu bresti okkar, hvernig við höfum gert aðra ábyrga fyrir okkur, hvernig við étum á okkur gat og sköðum líkama okkar til að fela tilfinningar okkar og til að þurfa ekki að takast á við sársauka okkar sem við getum ef við leyfum Guði að hjálpa okkur. Í 4 sporinu förum við að hreynsa til í rústum fortíðar. 

Næstu spor eru til að leysa okkur undan brestum okkar og færa okkur nær því að hleypa Guði að. Við förum að heyra frá Guði hvað hann vill með líf okkar. 

 Gangi þér vel Valgeir, þú getur þetta ef þú bara vilt það.

Kv Sirrý

Sigríður Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: Birna M

Nákvæmlega, ég var að heyra þetta orð og fleiri núna líka. Kreppa tilheyrir okkur ekki og við getum alveg treyst honum. Ég treysti honum alveg fullkomlega og að þetta muni allt samverka okkur til góðs.

Birna M, 7.10.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Sirry mín!

Vertu ávalt Guði falin í öllu sem þú gerir!

Minni þig á Aglow fund á fimtudaginn kl. 20

Sjáumst !

     Kveðja  Halldóra

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 7.10.2008 kl. 23:21

4 identicon

Þetta er þjóðráð!

Brúnkolla (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:26

5 identicon

já ég er sammála . Þá minni ég á sálm 91

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband