Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Í Guðs friði

Ég sit hér ein með sjálfri mér, í Guðs friði. Ég hlusta á diskinn Well, en það er einhverskonar soacingdiskur, yndislegur.

Ég er að undirbúa mig fyrir kennslu á morgunn: að lifa í sannleikanum um það hvað Guð skapaði þig til að vera.

Guð er að búa til e-h nýtt í mínu lífi, nýja eftirvæntingu eftir Guði. Hann er svo stórkostlegur, svo stór.

Hann er Guð almáttugur, hann er skaparinn. Hann er er með áætlun fyrir mig, alveg frá upphafi -. Ég er heil í hans mynd.

Þakka þér drottinn fyrir að þú ert. Þú ert sannleikurinn, og lífið. Ég er ekkert án þín. Þakka þér fyrir að gefa lífi mínu tilgang.

 

 


Guð talar inn í aðstæður þjóðarinnar

Móðir mín dró mannakorn heima hjá mér í dag með spurninguna hvað vill Guð segja við okkur varðandi þjóðfélagsmálin í dag:

 6Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó gleymir Guð engum þeirra. 7Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Óttist ekki, þér eruð meira verðir en margir spörvar Lúkas 12: 6 - 7

Guð mun ekki yfirgefa okkur - trestum á hann hann mun vel fyrir sjá.

Ég finn fullkominn frið, trú og  traust á að Guð muni sjá um sína.

Með Kveðju Sirrý  


Nokkur orð um köllun

Í síðara pétursbréfi 1:10 segir kostið þess vegna fremur kapps um, systkin, að gera köllun ykkar og útvalning vissa. Ef því gerið það munuð þið aldrei hrasa.

Þegar ég las þessa vers fyrst hitti það beint í mark. Það lýsir svo vel mikilvægi þess að vita hver við erum í kristi. Ég sjálf hef hrasað oft og mörgum sinnum. Farið í hring eftir hring eftir hring og verið að drepast í sálinni yfir vanmætti og getuleysi mínu. Ég þekkti vel hvers ég var ekki megnug, var hrædd við fólk því að það hlyti að hugsa e-h um mig. Það var sárt og erfitt. Enginn mörk voru til í mínu lífi um það hvers ég ætti að vænta af sjálfri mér, ég gerði það sem ég taldi að væri búist við af mér. 

Um tíma á unglingsárunum gerði ég tilraun til að vera ég sjálf, en brotnaði undan öldunum og varð að engu með tímanum. Hafði enga hugmynd um það hver ég var. 

Í dag er ég kominn langann veg, veit hver ég er og veit hvað Guð skapaði mig til að vera.   Þessvegna hrasa ég ekki í dag, þessvegna er ég heil í Jesú nafni. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband